top of page

BUGL

Skólaforðun

Skólaforðun er meðvituð eða ómeðvituð hegðun sem barn eða unglingur sýnir þegar mæta á í skólann. Hegðunin birtist í erfiðleikum með að sækja skóla hvort sem um er að ræða heilan skóladag eða hluta úr degi í lengri eða skemmri tíma (Kearney, Albano 2007). Rannsókn Velferðarvaktar 2019 sýndi að gera má ráð fyrir að 2,2% grunnskólanema, eða um eitt þúsund börn, glími við skólaforðun hér á landi sem rekja má til kvíða, þunglyndis eða erfiðra aðstæðna heima fyrir. Velferðarvaktin lagði til að fyrirbyggja skólaforðun með virkum stuðningsúrræðum við þau börn sem við hana glíma og að tekin verði upp samræmd skráning um allt land svo fylgjast megi með umfangi vandans hverju sinni.

Fyrirlesarar

Við val á fyrirlesurum í ár var leitað til sérfræðinga á ólíkum sviðum, fagfólk og leikmenn. Meðal fyrirlesara er ungt fólk sem deilir eigin reynslu og sýn á skólaforðun. Aðalfyrirlesari er Dr. Anne Marie Albano, prófessor við Columbia háskóla í New York.

Bakhjarlar

BUGL stendur fyrir árlegum ráðstefnum þar sem markmiðið er að efla samvinnu milli aðila í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu sem sinna þjónustu við börn og unglinga með geðraskanir. Auk þess er markmiðið að vekja athygli á rannsóknum og nýjum úrræðum í meðferð barna og unglinga með geðraskanir. Fyrirlesarar hafa komið víða að og verið bæði innlendir og erlendir. Ráðstefnan er ætluð starfsfólki; heilsugæslu, þjónustumiðstöðva, félagsþjónustu, barnaverndar, skóla og öðrum sem hafa áhuga.

Raddir lífsins

eru margar

Skólaforðun, áskoranir og úrræði.

Ráðstefna 27. janúar

BUGL heldur sína árlegu ráðstefnu föstudaginn 27.janúar 2023,  kl. 08:00 - 15:30, á Grand Hotel Reykjavik og í streymi, undir forskriftinni “Raddir lífsins eru margar”. Viðfangsefni ráðstefnunnar er að þessu sinni skólaforðun, áskoranir og úrræði.

bottom of page